Kirkjusandur

Stórlistamaðurinn Laddi sýnir mikið innsæi í þjóðarsálina á stundum.  Textinn við lagið Austurstræti sýnir einmitt slíkt innsæi.  Í raun þarf ekki að breyta mikið textanum til að lýsa ástandinu sem nú ríkir:

Hér er original texti frá Ladda:

Austurstræti

Ég niður' í Austurstræti snarast létt á strigaskónum,

með bros á vör og tyggígúmmí í munninum.

Ég labba um og horfi á liðið sem er þar í hópum

frá lassarónum upp í snobbaðar kerlingar.

 

Austurstræti,

ys og læti

fólk á hlaupum

í innkaupum.

Fólk að tala,

fólk í dvala,

og fólk sem ríkið þarf að ala.

 

Þar standa bankarnir í röðum: Lands-Búnaðar-Útvegs,

og fyrir utan stendur horaður almúginn.

En fyrir innan sitja feitir peninganna verðir

og passa að vondi kallinn komi ekki og taki þá.


Hér kemur svo lítillega breytt útgáfa:

Kirkjusandur

Ég niður’á Kirkjusandinn snarast létt á Range Rovernum,

með harm í hjarta og súran nábít í munninum.

Ég lötra um og horfi á liðið sem er þar í hópum,

landráðaliðið lætur engan kjaft sjá sig þar


Kirkjusandur,

hvílíkt klandur,

fólk á hlaupum

frá lygalaupum.

Fólk úr dvala,

reiði að svala,

og ríkið þarf nú marga að ala.

 

Þar féllu bankarnir í röðum: Lands-Kaupþing og Glitnir

og fyrir utan stendur horaður almúginn.

Á Cayman eyjum eru svínfeit seðlabúnt í bunkum

og kemur vondi kallinn síðar og tekur þau.


mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband