Meistari arkítektúrsins

Ég man þegar ég var í dönskutíma í MR og lærði fyrst um meistara Utzon. Það eru fáir sem komast í skó hans og eiginlega synd að ekki hafi verið fjallað meira um þennan merka listamann. Óperuhúsið í Sydney er hugsanlega fallegasta nútímabygging í heimi og saga þess verð allrar skoðunar, fyrir arkítekta sem aðra. Eins og oft er fór húsið vel fram úr fjárhagsáætlun, eða heil 1400% - sem hefur m.a. verið talið vera vegna lítils skilnings á verkefninu í upphafi hjá pólitíkusum. Því miður hrökklaðist Utzon frá Ástralíu árið 1966 vegna mikillar gagnrýni á fjárhagslegu umfangi hússins og jafnaði sig aldrei á þeim hneykslunarmálum sem upp komu í kjölfarið, bæði í Ástralíu og heima í Danmörku. Síðar meir hefur verkið verið tekið í sátt og meira en það, hann var kjörinn heiðursborgari Sydney fyrir nokkrum árum. Því miður auðnaðist honum ekki að fara til Ástralíu sökum heilsubrests og taka við borgarlyklunum.
mbl.is Danska arkitektsins Jørn Utzon minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband