13.12.2008 | 12:41
300K
Ef framleidd yrði bíómynd um Ísland og Íslendinga gæti titillinn orðið "300K". Eitt af því sem við gleymum oft er sú blákalda staðreynd að við erum svo fá að við myndum rúmast í litlu þorpi í Bandaríkjunum. Þorp sem geyma 300 000 manns hvar sem er í heiminum eru ekki með fjölda spítala, heilbrigðisstofnana, banka, lyfjarisa, verslanastöðva etc. etc. Þær hafa, svo notuð sé venjuleg íslenska, "ekki efni á því". Því neyðumst við til að sameina en við getum ekki að sama skapi haldið úti einingum hér og þar og sú millibilsleið að sérhæfa einingarnar, Borgarspítalinn sér um stoðkerfið, Lansinn um hjartað, o.s.frv., ganga ekki upp! Viðbótarvandamál í lífi þessarar 300K þjóðar eru svo þau að við erum strjálbýl með öllu því sem því fylgir, með afleit skilyrði til landbúnaðar (sem er nú samt "by the way" býsna dýrmætur um þessar mundir) og sjávarútveg sem við höfum klúðrað að miklu leyti með lélegu kerfi. Heilbrigðiskerfið hefur verið rekið á undarlegan hátt svo ekki sé meira sagt. Uppi hafa vaðið MBA-lærðar bindisnælur sem hafa markaðsrekið heilbrigðisstofnanirnar og kippt læknum úr sambandi við stjórnkerfi spítalans. Síðast var við stjórnvöl Landspítala maður sem barðist hatrammri baráttu gegn einkarekstri í heilbrigðisþjónustu, sem var og er mest spennandi þáttur heilbrigðiskerfisins um þessar mundir og líklegastur til að spara því pening. Gekk svo langt að kappinn sagði opinberlega að hætta ætti að taka á móti fólki sem lenti í fylgikvillum aðgerða sem framkvæmdar væru á einkareknum sjúkrastofnunum! Svo er aftur á móti annað mál á hvaða grundvelli einkareknar sjúkrastofnanir eru reknar. Eru þær reknar sem hrein gróðafyrirtæki eða auðga þær og bæta þjónustu á því sviði sem þær starfa? Slíkt er sjálfsagt mismunandi en auðvitað þarf meginmarkmið heilbrigðiskerfisins í heild sinni að vera það að þessir vaxtarbroddar lækki heilbrigðiskostnað landsmanna í heild sinni og hamli þann hluta einkareksturs í heilbrigðiskerfinu sem auki á kostnaðinn. Slíkt er auðvelt í heilbrigðu stjórnkerfi þar sem frjálshyggjan er nýtt í þágu ríkins en EKKI öfugt.
Heilbrigðisstofnanir í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.