10.11.2008 | 23:04
Don't panic
Það er ótrúlegt að fylgjast með þeim atburðum sem gerast allt í kringum okkur í kjölfar kreppunnar. Við íslendingar hljótum að virðast auðveld bráð þar sem Bretar, Hollendingar og ýmsar þjóðir ESB ráðast harkalega á okkur þrátt fyrir að engan veginn sé ljóst að íslenskur almenningur eigi að bera ábyrgð á bankabrölti fárra aðila í öðrum löndum. Í þessari veiku stöðu þarf að fara varlega. Ljóst er að ef IMF ætlar að kúga okkur til þess að kyssa vöndinn, þá mun ESB ekki síður gera það í krafti stærðar sinnar og yfirburða. Ætla Íslendingar að panikera einmitt nú, þegar samningsstaða okkar er svona veik? Við þurfum að skoða alla kosti og hætta evru/ESB-tali um stundarsakir - það vita allir að við erum ekki einu sinni ESB-tæk skv. Maastricht-skilyrðunum. Við þurfum að styrkja innviði okkar innan frá, ekki utan frá. Við þurfum að berjast fyrir réttindum okkar og láta ekki Breta vaða yfir okkur á skítugum nýlendustígvélunum. Við eigum að fara að ráði Douglas Adams: "Don't panic" og "keep a stiff upper lip".
Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta segir okkur að við höfum ekkert í ESB að gera, nær væri að taka kanadískan dollar, bara ekki evrópskan gjaldmiðil, nú eru svíar komnir í hóp með bretum, af öllum.
Hörður Einarsson, 11.11.2008 kl. 00:18
Þetta er góður punktur, þótt norska krónan hafi verið freistandi - ef það hefði þá verið möguleiki.
Obi Wan Kenobi, 11.11.2008 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.